HÖFUNDURINN
Elva Björg Einarsdóttir er fædd og uppalin á Seftjörn á Barðaströnd og ólst þar upp til 15 ára aldurs er hún fór að heiman í skóla. Elva Björg á þrjár dætur, Jónínu Sigrúnu, Ragnhildi Helgu og Þuríði og er gift Hannesi Björnssyni. Elva Björg er mannfræðingur, guðfræðingur og kennari að mennt og vinnur að kennsluþróun á háskólastigi við Háskóla Íslands. Í Mannlega þættinum á Rás 1 sagði hún frá verkefninu Barðastrandarhreppur (mín. 22:10).

BARDASTRANDARHREPPUR.NET er vefur til að vekja athygli á gamla Barðastrandarhreppi sem stað til að dvelja á og njóta þess sem hann hefur upp á að bjóða. Í gegnum tíðina hefur Barðastrandarhreppur verið gegnumstreymisstaður sem fólk á gjarnan leið um á leið sinni annað. Í Hagavaðli, sem þá hét Vaðall, var hafskipahöfn framan af öldum og ferðir fólks lágu til allra átta þaðan og liggja enn. Heimildir vitna um báta sem hafðir voru uppi á Barðaströnd sem fluttu fólk yfir Breiðafjörðinn og víðar. Alfaraleiðirnar liggja ekki síður um láð en land.

Á þriðja áratug síðustu aldar hóf flóabáturinn Baldur siglingar um fjörðinn með fólk, vörur og póst og Konráð, skip Kaupfélagsins í Flatey sigldi hér einnig um í sömu erindagjörðum. Í dag skilar Breiðafjarðaferjan Baldur fullfermi ferðafólks tvisvar á dag upp á strendur hreppsins yfir sumartímann og margir koma landleiðina úr suðri eða norðri.

Fáir stoppa þó. Jafnvel þó að þeir gisti orlofshús eða aðra gististaði á Barðaströnd þá leita þeir langt yfir skammt, og eðlilega – þeir vita ekki hvað Barðastrandarhreppurinn hefur upp á að bjóða annað en e.t.v. það augljósasta – fjöruna. Hér skal bætt úr því. Vissulega eru spennandi staðir hér í kring, öll Vesturbyggð hreint út sagt. En hér er fókusinn á Barðastrandarhreppinn. Til þess var leikurinn gerður fyrir um áratug síðan og af honum hefur sprottið mikil vinna með heimamönnum og öðrum er lagt hafa verkefninu lið.

Bók, kort og nú vefur byggir á samvinnu höfundar við heimamenn um landsvæði þeirra. Einnig samvinnu við Kristbjörgu Olsen myndlistakonu um teikningu korts, íkona og hönnun vefs, Björgu Vilhjálmsdóttur hönnuð um hönnun bókar og korts og teikningu á línumynd á vefsíðu, Ólaf Valson kortagerðarmann um göngukort inni í bók, Guðlaugu Einarsdóttur systur mína um atriðaorðaskrá, Berglindi Steinsdóttur með prófarkalestur, Hannes Björnsson manninn minn um þýðingu á enskum texta, Prentsmiðjuna Odda hf um prentun og setningu bókar og korts (Ási og Árni þar fremstir í flokki jafningja) og fjöldan allan af fólki sem gegnið hefur með mér um Barðastrandarhrepp síðasta áratuginn eða svo. Stuðningsaðilum verkefnisins, svo og öllu þessu fólki færi ég kærar þakkir.

ÚTSKÝRING Á MERKINGU TÁKNA Á VEFSÍÐU

klst  Tími á göngu

km  Lengd göngu

Hækkun  Hækkun

Skoða á korti  Gönguleið á gps sem hægt er að hlaða niður frá Wikiloc.com

ErfiðleikastigErfiðleikastigin eru þrjú:

1      fyrir mjög léttar leiðir sem eru öllum færar.
2      fyrir leiðir sem vegna lengdar eða hæðar eru töluvert erfiðari en þær léttustu en þó flestum færar sem yfirleitt leggja gönguferðir á sig.
3     fyrir erfiðari gönguleiðir sem útheimta úthald og oft rötunarfærni. Í slíka göngu skyldi aðeins vel gangandi göngufólk fara. Að auki eru gönguleiðirnar merktar með táknum eftir því hvað einkennir þær.

ÖNNUR TÁKN

Gömul alfaraleið     Gamlar alfaraleiðir

Börn      Barnagöngur

Söguleið   Saga

Hringleið    Hringleið

Jarðfræði    Jarðfræði

Fornminjar   Fornleifar

Click edit button to change this text.

Click edit button to change this text.