ELDRI VIÐBURÐIR

Höfundur býður heim í gönguspjall og te

Hvenær? mið. 27. apríl 2017, kl. 20:00-21:30
Hvar? Barmahlíð 55, 105 Reykjavík

Höfundur bókarinnar Barðastrandarhreppur – göngubók býður heim í gönguspjall og te.

Jólabókakvöld hjá Félagi leiðsögumanna

Hvenær? mið. 14. des. kl. 20:00
Hvar? Cinema no2, verbúð 2, að Geirsgötu 7b (efri hæð)

Kynning fyrir FL á bókunum Barðastarandarhreppur – göngubók eftir Elvu Björgu Einarsdóttur mannfræðing og Lífríki Íslands eftir Snorra Baldursson líffræðing.

Bókahátíð fjöruverðlaunanna

Hvenær? laug. 10. des. kl. 13:00
Hvar? Hannesarholt

Fjöruverðlaunin bjóða til Bókahátíðar laugardaginn 10. desember í Hannesarholti við Grundarstíg í Reykjavík klukkan 13. Höfundar þeirra bóka sem tilnefndar eru til Fjöruverðlaunanna 2017 koma saman, kynna sig og lesa úr bókum sínum. Notaleg bókastemning og svigrúm fyrir spurningar og spjall. Öll velkomnin á meðan húsrúm leyfir og aðgangur er ókeypis. Níu bækur eru tilnefndar til Fjöruverðlaunanna, í þremur flokkum, og var tilkynnt um tilnefningar við hátíðlega athöfn í Borgarbókarsafninu í Kvosinni þann 6. desember.
Tilnefndar bækur eru:
Fagurbókmenntir
Eyland eftir Sigríði Hagalín Björnsdóttur
Kompa eftir Sigrúnu Pálsdóttur
Raddir úr húsi loftskeytamannsins eftir Steinunni G. Helgadóttur

Fræðibækur og rit almenns eðlis
Heiða – fjalldalabóndinn eftir Steinunni Sigurðardóttur
Hugrekki – saga af kvíða eftir Hildi Eiri Bolladóttur
Barðastrandarhreppur – göngubók eftir Elvu Björgu Einarsdóttur

Barna- og unglingabókmenntir
Doddi: Bók sannleikans! eftir Hildi Knútsdóttur og Þórdísi Gísladóttur; myndir og kápa Elín Elísabet Einarsdóttir.
Íslandsbók barnanna eftir Margréti Tryggvadóttur og Lindu Ólafsdóttur
Úlfur og Edda: Dýrgripurinn, höfundur texta og mynda er Kristín Ragna Gunnarsdóttir

 

Fjöruverðlaunin – tilnefningar 2017

Hvenær? 6. des. kl. 17:00
Hvar? Borgarbókasafn Kvosinni

Tilnefning til Fjöruverðlauna – bókmenntaverðlauna kvenna þriðjudaginn 6. desember kl. 17:00 í Borgarbókasafninu í Kvosinni.

Bókin þín Barðastrandahreppur – göngubók er tilnefnd til Fjöruverðlaunanna – bókmenntaverðlauna kvenna í ár í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis.
Við tilkynnum allar tilnefningar á sérstakri hátíð á Borgarbókasafninu í Kvosinni þriðjudaginn 6. desember næstkomandi kl. 17. (Sjá fréttatilkynningu um hátíðina á vefsíðu verðlaunanna fjoruverdlaunin.wordpress.com og facebook.com/fjoruverdlaunin)

UPPLESTUR Í BARÐSTRENDINGAFÉLAGINU

Hvenær? 4. desember 2016 kl. 16:30-17:00
Hvar? Konnakot, Hverfisgötu 113

Elva Björg Einarsdóttir les úr bók sinni Barðastrandarhreppur – göngubók á jólakaffi Barðstrendingafélagsins í Konnakoti Hverfisgötu 113.

Barðastrandarhreppur verður á Bókamessu í Hörpunni 19. og 20. nóv. kl. 11:00-17:00 báða dagana.

ÁÐUR EN ALLT VARÐ TIL VAR LANDSLAG

Hvenær? laug. 29. okt. 2016, kl. 13:13-14:00
Hvar? Háskóli Íslands, Oddi, O-106

Laugardaginn 29. október kl. 13:15-14:00 heldur Elva Björg Einarsdóttir erindi um lagskipta göngu sína um merkingarbært landslag vestur í Barðastrandarhreppi hvar örnefnin eru í öndvegi.

Snemmsumars kom út bókin Barðastrandarhreppur – göngubók eftir Elvu Björgu Einarsdóttur sem er fædd og uppalin á Seftjörn á Barðastsrönd. Göngukort eftir Kristbjörgu Olsen myndlistakou fylgir. Það er sérstök nálgun á viðfangsefni að ganga það í sig – il við jörð – finna áhrif þess á líkamann og hvernig þau vara jafnvel þú að þú sért víðsfjarri. Tengja betur með samtali við heimamenn – sögur og tengsl við nútíma og fortíð, og fara svo á dýptina í örnefnaskránum. – Það er eitthvað algjörlega sérstakt sem gerist þegar örnefnalagið bætist við, leggst yfir land og útsýni, hyglir einu hærra en öðru, færir nýja dýpt, tilfinningu og vitund.

SÍÐSUMARFERÐ MEÐ VESENI OG VERGANGI
Hvenær? 2. -4. sept. 2016
Hvar? Barðastrandarhreppur

Fyrir dyrum stendur að fara í síðsumarferð um Barðastrandarhrepp með gönguhópnum Veseni og vergangi helgina 2.-4. sept. 2016. Fullbókað er í ferðina. Gengið verður um gömlu alfaraleiðirnar um Sandsheiði og Fossheiði og Elva Björg Einarsdóttir og Einar Skúlason verða fararstjórar. Nánar um ferðina á facebooksíðu Vesens og vergangs.

ÚTGÁFUHÓF Á BARAÐASTÖND
Hvenær? 12. júní 2016
Hvar? Birkimelur, Barðaströnd

Útgáfuhóf Barðastrandarhrepps – göngubók verður í Birkimel á Barðaströnd sunnudaginn 12. júní 2016 kl. 14:00. Fögnum saman útgáfu bókarinnar okkar. Hlakka til að sjá ykkur.

ÚTGÁFUHÓF
Hvenær? mið. 8. júní, kl. 17:00
Hvar? Eymundsson, Skólavörðustíg 11, 101 Reykjavík

Útgáfuhóf bókarinnar Barðastrandarhreppur – göngubók verður miðvikudaginn 8. júní 2016 kl. 17:00 í Eymundsson, Skólavörðustíg 11 í Reykjavík. Þetta er langþráð stund og allir eru hjartanlega velkomnir að koma og gleðjast saman yfir áfanga á leiðinni.

GÖNGULEIÐIR Í GAMLA BARÐASTRANDARHREPPI, V-BARÐ
Námskeið í Endurmenntun HÍ, 3. maí 2016, kl. 20:00-22:00
Kennari er Elva Björg Einarsdóttir höfundur göngubókar og korts um Barðastrandarhrepp
Nánari upplýsingar og skráning eru á vef Endurmenntunarstofnunar Háskóla Íslands.

Gamli Barðastrandarhreppur liggur við norðanverðan Breiðafjörð með fjörðinn undir og jökulkrýndan fjallgarðinn handan hans. Fegurðin er óumdeilanleg, eyjarnar lónandi á firðinum, kjarrivaxnir dalir, tignarleg fjöllin og sandurinn guli – svo langt sem augað eygir. Yfir flýgur örn og laxinn sendir kveðju með sporðaköstum úr ánni. Tuttugustu aldar kona gengur um landslag sem er henni bæði kunnuglegt og framandi. Hvað kemur upp í hugann? Hvað vekur áhuga? Praktísk og persónuleg leiðsögn um landsvæði.

Gamli Barðastrandarhreppur hefur í gegnum tíðina verið einskonar hlið að Vestfjörðum og er það enn. Flestir eiga þó leið annað eins og gjarnan er með gegnumstreymisstaði. Hvers vegna skyldi einhver stoppa þar? Er hér eitthvað markvert að sjá? Hvað gerir stað að stað sem vert er að dvelja á og skoða? Lag fyrir lag gengur hún það í sig, landið og söguna, tuttugustu aldar konan – heimamanneskjan sem fór snemma að heiman. Fyrsta lagið treystir hún með fullvissu þeirrar sem uppalin er á svæðinu, svo bætist við vitneskja þeirrar er lagt hefur land undir fót og fundið það á eigin skinni hvernig landslag hefur áhrif á manneskjuna, mótar hana. Þá birtast henni áður óþekktar sagnir og þjóðsögur fólksins í landslaginu og sögur þeirra sem búa hér í dag. Enn bætist við lag er hún leggst í grúsk um söguna, jarðfræðina og fornleifafræðina, afkomu fólks og dægradvöl. Hún gengur þekktar alfaraleiðir, leitar gamalla leiða og býr til nýjar – kemur sjálfri sér sífellt á óvart. Þannig er námskeiðið bæði praktísk og persónuleg leiðsögn um gönguleiðir og áhugaverða staði í gamla Barðastrandarhreppi sem samanstóð af Hjarðarnesi, Vatnsfirði og Barðaströnd og er í Vestur-Barðastrandarsýslu.

Í gamla Barðastrandarhreppi er hægt að dvelja löngum og ganga gamlar og nýjar slóðir. Einnig er svæðið mjög fjölskylduvænt með sundlaugar, heita potta, áhugaverða staði að skoða og fjöruna með sínum ævintýraheimi og um 30 kílómetra löngum sandkassa – Barðaströndina eins og hún leggur sig.

Á námskeiðinu verður hægt að kaupa göngubók um gamla Barðastrandarhrepp.