Project Description
Fjallið þaðan sem Ísland hlaut nafn sitt er Hrafna-Flóki Vilgerðarson gekk á það með fólki sínu. Fjallið er formfagurt og áberandi úr Vatnsfirðinum, ekki síst frá Grund þar sem Hrafna-Flóki byggði bæ sinn og dvaldi veturlangt við illan kost. Lónfellið gnæfir upp af Penningsdalnum hvaðan maður getur ætlað að Flóki og hans fólk hafi gengið á fjallið enda þægilega aflíðandi ef maður setur sig í spor landnámsmanna.
Tvær gönguleiðir eru algengastar á fjallið og er hvorug sú sem ætla mætti að Flóki og hans fólk hafi farið – þá leið fara þó stöku smalar enn í dag í öðrum erindagjörðum. Göngufólk ekur upp á Dynjandisheiði upp úr Penningsdal og leggur á fjallið frá skilti sem markar upphaf göngu eða í Helluskarði vilji fólk frekar ganga fjallahryggi en –dali. Hækkun er um 300 metrar. Leiðin er nokkuð stórgrýtt, sérstaklega þegar kemur að fjallinu, og hvergi fljót yfirferðar.