Project Description

Smiðjutóft

Smiðjutóft

Börn Söguganga Fornminjar

Erfiðleikastig1
Tími göngu 1/2 klst.
Lengd göngu 1/2 km
Hækkun 10 m
Skoða á korti

Um 200 m ofan þjóðvegar við Þingmannaá innst í Vatnsfirði er að finna tóftir sem sagðar eru vera smiðjutóftir Gests Oddleifssonar hins spaka sem uppi var á 10. öld. Beygt er út af þjóðvegi inn á gamlan veg upp á Þingmannaheiði og bíl lagt við merkta gönguleið sem er við vegamótin, eða ofar þar sem einnig er merkt gönguleið að tóftinni og bíl
astæði. Sé neðri leiðin farin er um 20 mín. ganga að tóftunum og engin hækkun en gengið lengst af á árbakka og árfarvegi Þingmannaár. Skammt frá lygnu á ánni er Smiðjufljót nefnist er tóftina að finna og er hún friðlýst. Efri leiðin er styttri en farið er yfir Smiðjumýri og niður að smiðjunni.

Í smiðjunni eru leifar af viðarkolum og steinar tveir sem notaðir voru við járnsmíðina; smiðjusteinninn sem er með gati í miðjunni fyrir steðjann og annar steinn sem notaður var til að hamra járnið á meðan það var heitt. Fornminjar í fallegu umhverfi. Stutt og laggóð ganga við allra hæfi.

Á Þjóðminjasafni Íslands er að finna reksleggju frá því 900 til 1000 sem fannst um 1850 í smiðjunni nærri reksteininum í smiðjutóftinni og menn í fyrstu haldið það rauðleitan stein að sögn Jakobs Atanasiusarsonar í Gerði á Barðaströnd.  Sleggjan var notuð til að reka (berja) járn. Jakobi segist svo frá:

 „„Reksleggja“ Gests Oddleifssonar vegur 10 ¾ pund, hún er sú fornlegasta sleggja sem eg hefi nokkurntíman séð, í annan endann enda er hún með dygrum skalla ferhyrndum sem er mjög uppbarinn: hinn endinn er meir lagðr sem munni og er miklu mjórri, enn er þó eins uppbarinn, og hefi eg ekki séð neina sleggju þannig lagaða. Sleggjan er með riðpollum svo djúpum sem blásar voru, og augað á sleggjunni er svo stórt, að koma má inn fjórum stórum karlmannsfíngrum eða stóra kvenhönd. Þeimmegin á sleggjunni sem mjórri endinn er, er klofið úr henni ákaflega stórt stykki nærri helmingurinn af þeim enda, og nær inn í mitt anga, og synist sárið þar sem þetta er brotið úr vera fullkomlega eins fornlegt, stegginn er nú 9 þuml. á leingd.“ [1]

Í texta Þjóðminjasafnsins segir að óvíst sé með aldur sleggjunnar en enginn vafi leikur á að hún er forn.

[1] Þjóðminjasafn Íslands, náð í 13. sept. 2014 á slóðina: http://sarpur.is/Adfang.aspx?AdfangID=334137